Pinterest, sofandi risi?

Vefur vikunnar er vaxandi samfélagsmiðill, Pinterest.

Pinterest, fyrir þá sem ekki vita, er nokkurs konar minnistafla eða korkur þar sem þú getur „hengt“ myndir til minnis um hitt og þetta og allt milli himins og jarðar. Nafnið er samsett úr Pin (teiknibóla) og Interest (hugðarefni).

Virknin að bókamerkja síður hefur verið þekkt frá fyrstu vöfrum og margir netnotendur nota flýtileiðir bókamerkja (e. bookmarks) mikið. Pinterest hefur búið til þessa virkni á vef, sem þú hefur aðgang að á netinu, óháð því hvaða tæki þú ert að nota, tölvuna, snjallsímann, þá geturðu alltaf gripið í þetta „Hvar var nú aftur….“

Leyndarmál Pinterest

Þú gerist eltihrellir vina þinna til þess að fylgjast með því hvað það er sem þeir hafa áhuga á. Til þess að missa ekki yfirsýn, þá búum við sjálf til flokkana okkar, eigum nokkrar töflur (e. board) til þess að hengja á.

Fyrir konu í fæðingarorlofi, bara með aðra hendina lausa á snjallsímann er bæði hægt að skipuleggja brúðkaup og skírn. Og fá fullt að hugmyndum um jólaskreytingar, uppskriftir. En Pinterest er ekki lengur bara fyrir konur, á síðustu mánuðum eru fleiri og fleiri karlkyns notendur búnir að tileinka sér þessa þægilegu, myndrænu „til minnis töflu“. Að það er hægt að hafa töflurnar leyndarmál (e. secret) svo að vinir þínir þurfa ekkert að vita hvað þú ert að bralla.

Samfélagsmiðillinn Pinterest

Í markaðssetningu á netinu, hefur Pinterest verið kallað sofandi risi og með nýlegum breytingum virðist hann vera að vakna. Persónulega man ég þá tíð að hugsunin fór í gegn hjá mér: „Get ég ekki hengt þetta á vegginn hjá Ellu?“ en það var áður en hægt var að senda Pin til vina sinna. Nú er hægt að eiga samskipti, um hverja mynd fyrir sig.

Dæmi: Ég sé þessa fínu mynd af heklaðri barnahúfu. Ég veit að ég get heklað til að bjarga lífi mínu, en systir mín er fljótari að því (og gerir það betur). Ég get núna sent henni myndina, með skilaboðum um að ég myndi þiggja svona að gjöf handa dóttur minni.

https://www.youtube.com/watch?v=w6BIchm_iQg

Pinterest í netmarkaðsetningu

Pinterest er sterkur miðill í netmarkaðssetningu, þú getur sjálfur hlaðið upp þínum eigin myndum og sett slóðir á þær. Ég hef notað Pinterest fyrir dewice vörumerkið mitt.  Því mæli ég með því að þú bætir við „pin on Pinterest“ til þess að auðvelda viðskiptavinum þínum að muna eftir þér og eiga samskipti við þig.

Galdurinn við Pinterest er að fallegt myndefni festist vel í minni, það á jafnt við um girnilegar uppskriftir og vörur eða þjónustu sem þú vilt koma á framfæri. Notaðu bara góðar myndir!

já, á Pinterest eru alltaf jólin.

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2024 Allur réttur áskilinn 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna