webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Instagram og #þitteigiðhashtag

Samfélagsmiðillinn Instagram

Einhver sagði einhvern tímann að Instagram væri eins og Twitter fyrir lesblinda. Ég kann betur við skýringuna að ein mynd segir oft meira en þúsund orð.

Instagram er samfélagsmiðill, þar sem þú getur deilt myndum og myndböndum með þeim sem fylgjast með þér (e. Followers). Einnig er hægt að senda, gegnum forritið, myndir og myndbönd til einstakra notenda. Rétt eins og SMS á spjallsímum.

Notkunin þar getur gert mann alveg rosalega svangan, því það er mikið um myndir af mat. En eins og aðrir samfélagsmiðlar þá er Instagram líka leið til þess að halda sambandi við fólk, yfir höf og lönd.

Og þarna sé ég líka barnamyndir af frændfólki mínu, sem ég hitti annars eiginlega bara þegar við erum fyrir norðan í jólafríum og sumarfríum. Nú þarf ég ekki lengur að fara í kaffi, ég er búin að gera <3 á myndirnar af barninu þegar það stóð upp og búin að sjá fyrir og eftir myndirnar af framkvæmdunum á baðherberginu. Ætti nú samt að fara að drífa mig í kaffi, þetta gengur ekki.

#Þitteigiðhashtag

#Hashtög hafa verið notuð síðan á IRC-inu 1988 svo þau eru ekki nýtilkomin. Þá, eins og nú, eru þau notuð til þess að draga efni í dilka, eða flokka, nokkurs konar samnefnari.

Hashtögin eru notuð á samfélagsmiðlum þannig að þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í umræðu um ákveðið málefni, geta fylgt þeim þræði. Dæmi um þetta eru og #12stig á Twitter. Þar leyfa Íslendingar sér að vera kaldhæðnir og ég verð að viðurkenna að þetta eykur skemmtanagildi Eurovision töluvert. Aðrir virðast vera sammála, þar sem fjöldi íslenskra notenda bætist við á Twitter í maí ár hvert.

Ég byrjaði nýlega að nota #dewice til viðbótar við instagram.com/dewiceland, fyrst og fremst til þess að styrkja vörumerkið, það er mjög mikilvægt að þú eigir sjálfur þín eigin orð / vörumerki í #hashtag útgáfu.

Nafna mín í Tælandi, hefur líka verið að nota #dewice, en hún er eigandi Wake Cup Coffee en ég hefði ekki hugmynd um tilvist hennar og hennar fyrirtækis nema fyrir sama hashtagið á Instagram. Þetta gerir lífið skemmtilegt, og heiminn lítinn.

En þetta undirstrikar mikilvægi þess að þitt vörumerki / fyrirtæki velji rétt #hashtag til að nota, og ég legg sérstaka áherslu á að eiga sín eigin orð.

Notkun #hashtag

Það eru fjölbreyttir notkunarmöguleikar fólgnir í notkun #hashtag.

Dæmi er að nota síðustu myndina sem þú póstaðir á Instagram, eins og ég nota í hægri valmynd þessa vefs.

Ef þú vilt fá notendur / gesti til að nota ákveðið #hashtag, þá þarftu líka að vera tilbúin til þess að horfast í augu við það að það verða ekki endilega allar myndirnar að þínu skapi. En þá þýðir ekkert að fara í fýlu, þá og einmitt þá, er áskorunin að bregðast við og það er það sem markaðssetning á netinu snýst svo oft um.

En mynd getur svo sannarlega sagt meira en þúsund orð.

Two Hearts - Finnbow
Two Hearts – ©Finnbow

 

 

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2024 Allur réttur áskilinn 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna