webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Greining Google: Google Analytics

Veist þú hverjir eru að koma á vefinn þinn og hvað þeir eru að gera þar?

Að mínu mati er það að setja upp vef án þess að setja upp Google Analytics eins og að opna verslun og snúa sér svo undan og vilja ekki tala við viðskiptavinina.

Vikulegar heimsóknir

Sem kaupandi auglýsinga á netinu, vil ég að vefurinn/ miðillinn sem vill selja mér auglýsingu geti að minnsta kosti sagt mér hversu margar heimsóknir á viku, mánuði eða ári hann er að fá. En ég hef tilsvör um að þessar upplýsingar liggi ekki fyrir. Því miður, þá kaupi ég ekki auglýsingu af þér, nei takk.

Vikulegar heimsóknir segja margt, en alls ekki allt. Það að skoða gögnin sem þú færð aðgang að, í réttu samhengi og í samanburði er lykilatriði. Koma jafnvel fleiri á vefinn en í verslunina til þín? En þú selur ekki í gegnum vefinn, birtir e.t.v. ekki verð.

Hvernig komu þau inn á vefinn? Beint á forsíðuna? Eða inn á vörusíðu, af því að þau fengu hana upp í leitarniðurstöðum þegar þau „gúggluðu“? Eða var einhver vinur þeirra að versla við þig og deildi hlekknum á samfélagsmiðli? Var það ánægður eða óánægður viðskiptavinur? Toppar í tölfræði heimsókna koma ekkert endilega til af góðu.

Ef þú ert að selja vörur, þá þarftu að vita hvar í kaupferlinu kaupendurnir hætta við, voru þeir búnir að setja vörur í körfuna sína og fóru svo?

Góðann daginn, hvað kostar hjá þér…?

Bara það að vita hvað eru algengustu verkefnin sem viðskiptavinurinn vill leysa á vefnum þínum, er eins og að eiga samtal við þá. Greiningartól Google, getur líka gefið þér vísbendingar um það ef netnotandinn finnur ekki á vefnum þínum það sem hann leitar að.

Eitt algengasta verkefni á vefjum, sem viðskiptavinurinn vill leysa er spurningin um verð. Netnotendur byrja oft á verðsamanburði milli söluaðila, áður en kaupákvörðun er tekin. Þess vegna er alveg ótrúlegt að margir vefeigendur gera sér ekki grein fyrir þessu, og vilja ekki birta verð á vef sínum. „Hann hringir bara“ og „Það er svo mikið vesen að vera alltaf að uppfæra verðið“ eru líklega algengar skýringar.

Það að birta verð vöru á vef, getur jafnvel gefið þér samkeppnisforskot.

Tíma vel varið

Sá tími sem þú ert tilbúinn til að setja í það að nýta þér greiningartól Google er tími sem er vel varið. Ég er ekki að segja að þú eigir að setjast niður með popp og kók og horfa á heimsóknir viðskiptavina í rauntíma eins og bíómynd (sem er vissulega hægt).

Þú þarft að finna rétta samhengið fyrir þín viðskipti. Þess vegna er líka kjörið að fylgjast með bloggi Google Analytics. Og ef þú hefur ekki tíma eða vilt bara aðstoð við að stíga fyrstu skrefin í notkun GA, þá er velkomið að hafa samband, vefstjóri til leigu veitir þér sérþekkingu ef þig skortir hana.

Og var ég búin að minnast á að þetta er frítt?

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2024 Allur réttur áskilinn 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna