webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Topp 10 listinn

Í lok árs eru yfirleitt birtir Topp 10 listar yfir alla mögulega hluti: 10 bestu kjólarnir á rauða dreglinum, 10 verstu kjólarnir á rauða dreglinum, Topp 10 þú veist hvað ég er að meina.

Sá Topp 10 listi sem mig langar að benda á í ár, er eitthvað sem ég skoða reglulega yfir árið. Þegar kemur að því að velja úr þeim hafsjó af lausnum sem eru í boði á netinu, fyrir vefumsjón eða fyrir markaðssetningu á netinu, þá getur verið mjög gott að byrja á því að skoða hvað aðrir eru að nota. Og bera saman.

Hvaða þætti þarf að hugsa út í að viðkomandi lausn uppfylli? Er verið að leita að fríum lausnum eða má lausnin kosta einhverjar krónur? Eru til lausnir sem bjóða upp á mánaðarlega áskrift? Er þá bæði auðvelt að byrja og hætta að nota lausnina og færa sig yfir í aðrar lausnir sem bjóða þá betur? Tækniþróunin er ör þessi misserin og maður á að nýta sér alla aðstoð annara sem möguleg er.

Vefur vikunnar að þessu sinni er því Top Ten Reviews. Tökum dæmi. Þú ætlar á nýja árinu að senda viðskiptavinum þínum fréttabréf í tölvupósti, nokkrum sinnum yfir árið. Þú ert með netföng hjá nokkrum þeirra, en ætlar í átak til að gera betur. Þú getur kannski spurt þá sem þú ert í viðskiptum við, hvaða lausnir þeir eru að nota, en líklega færðu jafn mörg svör og þá sem þú spyrð.

Þá myndi ég byrja á að skoða Topp 10 lista yfir að senda tölvupósta.  Vonandi eru þær lausnir sem þú hefur heyrt nefndar á listanum og ef ekki, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband og fá ráðgjöf.

Bestu þakkir fyrir árið sem er að líða og gangi þér vel í allri þinni markaðssetningu á næsta ári.

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna