Litur ársins 2015: Marsala Pantone18-1438 Vefur vikunnar

Litur ársins 2015: Marsala Pantone 18-1438

Á hverju ári velur Pantone litafyrirtækið lit ársins. Árið 2015 varð liturinn Marsala eða Pantone 18-1438 fyrir valinu. Þú getur lesið um ástæður þess á vef Pantone.

Þessi fallegi rauðvínsrauði litur er talinn flæða vel á milli geira og eiga jafnt við í tísku, förðun, iðnhönnun og innréttingum.

Þannig að ef þér er kappsmál að fylgja stefnum og straumum, þá er um að gera að finna Marsala stað í þinni hönnun, sama hvort hún er fyrir vefinn eða heimilið.

Litakóðarnir eru þessir:

CMYK 25 77 64 11 RGB 150 79 76 HEX #955251