Vefurinn þessa vikuna er skattur.is, þjónustusíður vefs RSK.is. Þarf að segja eitthvað meira? Þetta er einn af þeim opinberu vefjum sem hefur gert okkur lífið auðveldara á undanförnum árum.
Þegar ég var að alast upp, var sett skilti upp heima „Skattaskýrsla í vinnslu“ og það var eins gott að vera ekki með nein læti meðan það var uppi við.
Með nútímatækni er búið að gera mögulega öfluga forskráningu gagna, svo að fyrir flest allt venjulegt fólk þá þarf einfaldlega að lesa yfir nokkrar tölur, smella á áfram í nokkrum skrefum og þar með er þetta samþykkt.
Skilafresturinn í ár er föstudaginn 20. mars.