webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Er leitarvélabestun dauð?

Í meira en áratug hefur spurningin „Er leitarvélabestun (SEO) dauð?“ skotið upp kollinum á hverju ári. Í hvert skipti hefur svarið verið afdráttarlaust nei. En nú er öldin önnur. Með innreið öflugra gervigreindarlíkana (AI) og nýrra leitarvélaviðmóta, eins og AI Overviews frá Google (áður SGE), er landslagið að gjörbreytast.

Spurningin er því ekki lengur hvort leitarvélabestun (SEO) sé dauð, heldur hvernig það er að endurfæðast. Fyrirtæki sem halda dauðahaldi í gamlar aðferðir munu verða undir. Þeir sem aðlagast nýjum veruleika, þar sem gervigreind stýrir upplýsingagjöfinni, munu ná árangri. Leitarvélabestun er ekki að deyja; hún er að þróast hraðar en nokkru sinni fyrr.

Hvað gera bændur þá?

Eins og alltaf skiptir það mig miklu máli að fylgjast með, ná sér í þekkingu á því sem er nýtt í faginu. Hvernig gerir maður það? Með því að afla þekkingarinnar, þar sem hana er að finna. Með því að lesa greinar, horfa á myndbönd og fylgjast með. Fyrr í haust sat ég námskeið hjá Endurmenntun HÍ, Hagnýtar gervigreinarlausnir sem ég mæli með. Þeir fyrirlesarar frá Javelin voru í undirbúningi námskeiðsins búnir að eyða tugum klukkutíma í að uppfæra efnið, því breytingarnar á umhverfinu eru svo örar. 

Hvað er að breytast? Frá „SEO“ til „GEO“

Hefðbundin leitarvélabestun (SEO) snerist að miklu leyti um að koma vefsíðu í einn af tíu bláu hlekkjunum á fyrstu síðu Google. Markmiðið var að fá notandann til að smella.

Nú er markmiðið að breytast. Gervigreindin í leitarvélunum vill nú svara spurningunni beint í viðmótinu sjálfu. Hún safnar saman upplýsingum frá mörgum heimildum og býr til nýtt, heildstætt svar, það þýðir enginn smellur (Zero-Click). Fyrir lítil fyrirtæki og félagasamtök, þýðir það engin heimsókn á vefinn, sem er áhyggjuefni.

Sérfræðingurinn Aleyda Solis hefur fjallað mikið um þennan mun og kynnir til sögunnar hugtakið „Generative Engine Optimization“ (GEO), eða „Bestun fyrir gervigreindarsvör“. Eins og hún bendir á í greiningu sinni á SEO vs. GEO, er markmiðið ekki lengur bara að raða hátt, heldur að vera vitnað í af gervigreindinni.

Þetta þýðir að í stað þess að einblína eingöngu á ákveðin leitarorð, þurfum við að einbeita okkur að því að verða sú frumheimild sem gervigreindin treystir og notar til að byggja svör sín.

„Content is King“ – Mikilvægara en nokkru sinni fyrr

Ég er búin að vinna nógu lengi í vefmálum að ég get fullyrt að hinn frægi frasi „Content is King“ (Efnið er kóngurinn) hefur aldrei átt betur við. Í heimi gervigreindar er hágæða efni ekki bara mikilvægt; það er gjaldmiðillinn. Að skrifa efni á vef, fyrst fyrir fólk, og svo fyrir leitarvélar og svo fyrir gervigreindina. 

Gervigreindarlíkön þurfa á gríðarlegu magni af gögnum að halda til að læra og mynda svör. En þau eru líka að verða betri í að greina gæði. Þau leita að efni sem sýnir:

  • Sérþekkingu (Expertise): Er þetta skrifað af einhverjum sem veit hvað hann er að tala um?
  • Reynsla (Experience): Deilir höfundurinn raunverulegri, hagnýtri reynslu?
  • Yfirvald (Authoritativeness): Er þessi vefsíða þekkt og virt heimild um þetta efni?
  • Traust (Trustworthiness): Er hægt að treysta upplýsingunum?

Efni sem er grunnt, illa skrifað eða augljóslega búið til af gervigreind án mannlegrar yfirsýnar mun ekki aðeins raðast illa; það verður hunsað af nýju gervigreindarsvörunum. Fjárfesting í djúpu, frumlegu og reynsludrifnu efni er lykillinn að framtíðarsýnileika.

Nýtt landslag kallar á nýja færni

Þessi þróun kallar á nýja færni. Eins og bent er á í grein á Search Engine Journal, gæti iðnaðurinn verið að kenna ranga færni. Áherslan er að færast frá einföldum tæknibrellum yfir í heildræna stefnumótun.

Gamla færnin fólst í að „hakka“ kerfið—finna glufur, hlaða inn leitarorðum og byggja upp tenglasöfn.

Nýja færnin krefst dýpri skilnings:

  1. Tæknileg bestun (Technical SEO): Tryggja að gervigreind geti skriðið, skilið og unnið úr efninu þínu á skilvirkan hátt (t.d. með Schema-gögnum).
  2. Efnisstefnumótun (Content Strategy): Ekki bara skrifa blogg, heldur byggja upp efnisþyrpingar (topic clusters) sem sýna fram á yfirgripsmikla þekkingu.
  3. Skilningur á notendaferðalagi (User Intent): Skilja hvers vegna notandinn er að leita, ekki bara hvað hann slær inn.
  4. Greining á gervigreindarsvörum (AI Analysis): Fylgjast með hvaða heimildum gervigreindin vitnar í og aðlaga eigið efni til að verða betri heimild.

Svarið: Leitarvélabestun SEO er ekki dauð, en er að endurfæðast

Svo, er leitarvélabestun dauð? Alls ekki. En leitarvélabestun (SEO) eins og við þekktum hana —  það að komast á topp 10 listann — er að víkja fyrir flóknara og þroskaðra fagi.

Leitarvélabestun til framtíðar snýst minna um að fínstilla fyrir leitarvélar og meira um að skapa raunveruleg verðmæti fyrir fólk. Efnisbestun, er það sem koma skal. Setjum áhersluna á að byggja upp vörumerki sem gervigreindin lærir að treysta, vörumerki á bæði við um fólk, félagasamtök og fyrirtæki. Þeir sem aðlagast þessum nýja veruleika, fjárfesta í gæðaefni og efnisbestun, og skilja hvernig gervigreind vinnur, munu ekki aðeins lifa af; þeir munu blómstra.

Í Kópavogi – á Hrekkjavöku

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2025 Allur réttur áskilinn

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna