webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template
Aðalbraut.is - Nýr vefur Njáll Gunnlaugsson ökukennari

Aðalbraut.is

Njáll Gunnlaugsson ökukennari er með vefinn Aðalbraut.is fyrir starfssemi hans sem ökukennari. 

Þegar Njáll leitaði eftir því að fá nýjan vef, þá var gamli svo úreltur og botnfrosinn að það kom á daginn að það varð töluverð handavinna að ná af honum nýtilegum hlutum eins og skýringarmyndir og myndbönd. En það er bara vinna. 

Þrátt fyrir að Aðalbraut sé vefur um ökukennslu þá hefur Njáll sérhæft sig í ökukennslu á bifhjólum og mér fannst þurfa að endurspegla það betur. Mótorhjólaprófin eða bifhjólaprófin skiptast líka niður í nokkra stærðarflokka og skellinöðrupróf er leitarorð út af fyrir sig og efni vefsins og texti verður að taka mið af því. 

Njáll Gunnlaugsson ökukennari er ekki bara ökukennari, heldur er hann einnig rithöfundur. Því þótti mér vanta að koma ritstörfum hans betur á framfæri, m.a. Með myndrænni framsetningu á bókakápum og tenglum þar sem hægt væri að kaupa bækur hans í vefverslunum bókaverslana. 

Þá hefur Njáll verið öflugur talsmaður og í forsvari Snigla, landssamtökum bifhjólamanna og því bæði ljúft og skylt að koma því víð að vera með áberandi tengil yfir á vef Sniglanna. 

Nýr vefur var settur upp í WordPress vefumsjónarkerfinu, valið þema og litir útfærðir í samræmi við lógó Aðalbrautar. Eins og áður sagði náðist að nýta nokkrar myndir og myndbönd af gamla vefnum. Það sem þurfti að taka af myndum var þó eitthvað. Þær tók Dögg, einn bíltúr meðan yfirstandandi tími var í gangi með ökukennaranum undir stýri skilaði myndum bæði af honum og ökunemum að keyra bifhjól í umferð. Aðrar myndir og myndbönd voru tekin á kennslustað, akstursbrautinni við Álfhellu. Bæði keilusvig og ökunemi að klæða sig í öryggisfatnað eru sterkt myndmál sem endurspegla starfsemina. 

 

webdew annaðist

Skoða vefinn

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2025 Allur réttur áskilinn

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna