Nýr vefur adastratravel.com var settur í loftið í sumar eftir fulla meðgöngu. Ad Astra er latína og merkir til stjarnanna og á bak við Ad Astra Travel nafnið er persónuleg saga.
Ad Astra Travel er ferðaskrifstofa sem selur sérhannaðar ferðir á Íslandi og markmið vefsins er að ná til rétta markhópsins, betur borgandi erlendra ferðamanna sem vilja fá fulla þjónustu á sínum ferðum. Ferðamennirnir sem verið er að höfða til gista á glæsilegustu hótelum á Íslandi, ferðast með stæl á þyrlum, einkaþotum og glæsikerrum, fá reynda leiðsögumenn með sér í ferðirnar og þjónustuaðilarnir þegar kemur að afþreyingu eru handvaldir og traustsins verðir þegar kemur að því að veita góða þjónustu og tryggja öryggi ferðamanna í hvívetna.
Mikill metnaður og vinna var lögð í framsetningu efnis á vefnum, en allur texti vefsins er á ensku, með það að markmiði að koma réttum skilaboðum til rétta markhópsins. Þannig er verið að reyna að sneiða hjá þeim fyrirspurnum sem eru ólíklegar til þess að leiða til viðskipta og skipulagningar ferða sem ekki verður svo af.
Vörumerki Ad Astra Travel hannaði Sveinbjörn Pálsson grafískur hönnuður, https://www.sveinbjorn.com/. Við val á útliti vefsins og litanotkun var stuðst við útlit vörumerkisins, til þess að ná fram samræmdum tón.
Margar ljósmyndir og myndband á forsíðu myndaði Sigurður Stefnisson sem einnig starfar sem leiðsögumaður, meðal annara fyrir Ad Astra Travel. Ljósmyndir eru frá þjónustuaðilum og samstarfsaðilum eins og Bláa Lóninu, Deplar Farm by Eleven Experience, Kerlingarfjöll Highland Base og Dalur Luxury. Þá eru á vefnum ljósmyndir frá ferðaskrifstofunni Ad Astra Travel sem og ljósmyndir frá leiðsögumönnum.
Ferðaskrifstofan Ad Astra Travel er í eigu Kristínar Birnu Óðinsdóttur sem státar af áralangri reynslu í sölu lúxusferða til Íslands og leggur metnað í gæði og góða þjónustu með öryggi ferðamanna að leiðarljósi.
webdew annaðist
- Efnisskrif
- Ljósmyndun
- Vefstefnumótun
- Val á þema
- Útlit skapað með litum og virkni
- Leitarvélabestun
- Vefsíðugerð
- Prófarkalestur
- Innsetning á efni
- Vefstjóri til leigu
- Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum