Mýranaut ehf er nautgriparæktun í eigu hjónanna Hönnu S. Kjartansdóttur kennara og Anders Larsen landbúnaðarvélvirka á Leirulæk á Mýrunum við ósa Langár.
Mýranaut leggur metnað í að rækta úrvals nautgripi til kjötframleiðslu og selur gæðakjöt beint frá býli til neytenda.
Gamli vefurinn var kominn vel til ára sinna og mikil þörf á að búa til nýjan vef, sem virkaði betur á snjallsímum.
Dögg hjá webdew tók að sér að gera nýjan vef fyrir Mýranaut. Markmiðið var að fá vefinn til að virka vel á snjallsímum og gera notendum kleift að panta bragðgott og meyrt ungnautakjöt beint frá býli og fá heimsent.
Pöntunarformið er því hjartað í nýja vefnum meðan nautgriparæktin er sálin, því mikill metnaður er lagður í að koma til móts við þarfir og óskir viðskiptavina.
webdew annaðist
- Vefsíðugerð
- Efnisskrif
- Val á myndefni
- Val á útliti, þema og viðbótum
- Leitarvélabestun
- Prófarkalestur
- Innsetning á efni
- Vefstjóri til leigu
- Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum