Skip to content
webdew
  • Verkefnin
    • Andrými.is
    • Culina.is
    • Fluidfilm.is
    • Grimma bókhaldsþjónusta
    • Húsamálarinn.is
    • Kjötsmiðjan 30 ára
    • Lestur.is
    • Lestrarsetur
    • Offroad Iceland.is
    • Skyndiprent.is
    • Eldri verkefni
      • Bókhaldsþjónustan Núll
      • #Fordómalaus
      • #Gott að lesa
      • Hugarfrelsi.is
      • Hús sjávarklasans
      • Íslenski sjávarklasinn
      • Lóðasláttur
      • Matstofan leitarvélabestun
      • Matstofan
      • Reisum.is
      • #RomanticReykjanes
      • Unique.is
      • Verklagnir.is
  • Þjónustan
    • Leitarvélabestun
    • Leitarorðaherferðir
    • Markaðsherferð með tölvupósti
    • Markaðssetning á netinu
    • Samfélagsmiðlar
    • Vefsíðugerð
    • Vefstefna
    • Vefstjóri til leigu
    • Þjónustuskoðun vefs
  • Um webdew
    • Bloggið
  • Hafa samband

Heim | Social Media Marketing

Topp 10 Vefur vikunnar

Topp 10 listinn

  • desember 29, 2014
  • by Dögg Matthíasdóttir

Í lok árs eru yfirleitt birtir Topp 10 listar yfir alla mögulega hluti: 10 bestu kjólarnir á rauða dreglinum, 10 verstu kjólarnir á rauða dreglinum, Topp 10 þú veist hvað ég er að meina.

Sá Topp 10 listi sem mig langar að benda á í ár, er eitthvað sem ég skoða reglulega yfir árið. Þegar kemur að því að velja úr þeim hafsjó af lausnum sem eru í boði á netinu, fyrir vefumsjón eða fyrir markaðssetningu á netinu, þá getur verið mjög gott að byrja á því að skoða hvað aðrir eru að nota. Og bera saman.

Hvaða þætti þarf að hugsa út í að viðkomandi lausn uppfylli? Er verið að leita að fríum lausnum eða má lausnin kosta einhverjar krónur? Eru til lausnir sem bjóða upp á mánaðarlega áskrift? Er þá bæði auðvelt að byrja og hætta að nota lausnina og færa sig yfir í aðrar lausnir sem bjóða þá betur? Tækniþróunin er ör þessi misserin og maður á að nýta sér alla aðstoð annara sem möguleg er.

Vefur vikunnar að þessu sinni er því Top Ten Reviews. Tökum dæmi. Þú ætlar á nýja árinu að senda viðskiptavinum þínum fréttabréf í tölvupósti, nokkrum sinnum yfir árið. Þú ert með netföng hjá nokkrum þeirra, en ætlar í átak til að gera betur. Þú getur kannski spurt þá sem þú ert í viðskiptum við, hvaða lausnir þeir eru að nota, en líklega færðu jafn mörg svör og þá sem þú spyrð.

Þá myndi ég byrja á að skoða Topp 10 lista yfir að senda tölvupósta.  Vonandi eru þær lausnir sem þú hefur heyrt nefndar á listanum og ef ekki, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband og fá ráðgjöf.

Bestu þakkir fyrir árið sem er að líða og gangi þér vel í allri þinni markaðssetningu á næsta ári.

Instagram logo Vefur vikunnar

Instagram og #þitteigiðhashtag

  • nóvember 4, 2014
  • by Dögg Matthíasdóttir

Samfélagsmiðillinn Instagram

Einhver sagði einhvern tímann að Instagram væri eins og Twitter fyrir lesblinda. Ég kann betur við skýringuna að ein mynd segir oft meira en þúsund orð.

Instagram er samfélagsmiðill, þar sem þú getur deilt myndum og myndböndum með þeim sem fylgjast með þér (e. Followers). Einnig er hægt að senda, gegnum forritið, myndir og myndbönd til einstakra notenda. Rétt eins og SMS á spjallsímum.

Notkunin þar getur gert mann alveg rosalega svangan, því það er mikið um myndir af mat. En eins og aðrir samfélagsmiðlar þá er Instagram líka leið til þess að halda sambandi við fólk, yfir höf og lönd.

Og þarna sé ég líka barnamyndir af frændfólki mínu, sem ég hitti annars eiginlega bara þegar við erum fyrir norðan í jólafríum og sumarfríum. Nú þarf ég ekki lengur að fara í kaffi, ég er búin að gera <3 á myndirnar af barninu þegar það stóð upp og búin að sjá fyrir og eftir myndirnar af framkvæmdunum á baðherberginu. Ætti nú samt að fara að drífa mig í kaffi, þetta gengur ekki.

#Þitteigiðhashtag

#Hashtög hafa verið notuð síðan á IRC-inu 1988 svo þau eru ekki nýtilkomin. Þá, eins og nú, eru þau notuð til þess að draga efni í dilka, eða flokka, nokkurs konar samnefnari.

Hashtögin eru notuð á samfélagsmiðlum þannig að þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í umræðu um ákveðið málefni, geta fylgt þeim þræði. Dæmi um þetta eru og #12stig á Twitter. Þar leyfa Íslendingar sér að vera kaldhæðnir og ég verð að viðurkenna að þetta eykur skemmtanagildi Eurovision töluvert. Aðrir virðast vera sammála, þar sem fjöldi íslenskra notenda bætist við á Twitter í maí ár hvert.

Ég byrjaði nýlega að nota #dewice til viðbótar við instagram.com/dewiceland, fyrst og fremst til þess að styrkja vörumerkið, það er mjög mikilvægt að þú eigir sjálfur þín eigin orð / vörumerki í #hashtag útgáfu.

Nafna mín í Tælandi, hefur líka verið að nota #dewice, en hún er eigandi Wake Cup Coffee en ég hefði ekki hugmynd um tilvist hennar og hennar fyrirtækis nema fyrir sama hashtagið á Instagram. Þetta gerir lífið skemmtilegt, og heiminn lítinn.

En þetta undirstrikar mikilvægi þess að þitt vörumerki / fyrirtæki velji rétt #hashtag til að nota, og ég legg sérstaka áherslu á að eiga sín eigin orð.

Notkun #hashtag

Það eru fjölbreyttir notkunarmöguleikar fólgnir í notkun #hashtag.

Dæmi er að nota síðustu myndina sem þú póstaðir á Instagram, eins og ég nota í hægri valmynd þessa vefs.

Ef þú vilt fá notendur / gesti til að nota ákveðið #hashtag, þá þarftu líka að vera tilbúin til þess að horfast í augu við það að það verða ekki endilega allar myndirnar að þínu skapi. En þá þýðir ekkert að fara í fýlu, þá og einmitt þá, er áskorunin að bregðast við og það er það sem markaðssetning á netinu snýst svo oft um.

En mynd getur svo sannarlega sagt meira en þúsund orð.

Two Hearts - Finnbow
Two Hearts – ©Finnbow

 

 

Pintrest Vefur vikunnar

Pinterest, sofandi risi?

  • október 27, 2014
  • by Dögg Matthíasdóttir

Vefur vikunnar er vaxandi samfélagsmiðill, Pinterest.

Pinterest, fyrir þá sem ekki vita, er nokkurs konar minnistafla eða korkur þar sem þú getur „hengt“ myndir til minnis um hitt og þetta og allt milli himins og jarðar. Nafnið er samsett úr Pin (teiknibóla) og Interest (hugðarefni).

Virknin að bókamerkja síður hefur verið þekkt frá fyrstu vöfrum og margir netnotendur nota flýtileiðir bókamerkja (e. bookmarks) mikið. Pinterest hefur búið til þessa virkni á vef, sem þú hefur aðgang að á netinu, óháð því hvaða tæki þú ert að nota, tölvuna, snjallsímann, þá geturðu alltaf gripið í þetta „Hvar var nú aftur….“

Leyndarmál Pinterest

Þú gerist eltihrellir vina þinna til þess að fylgjast með því hvað það er sem þeir hafa áhuga á. Til þess að missa ekki yfirsýn, þá búum við sjálf til flokkana okkar, eigum nokkrar töflur (e. board) til þess að hengja á.

Fyrir konu í fæðingarorlofi, bara með aðra hendina lausa á snjallsímann er bæði hægt að skipuleggja brúðkaup og skírn. Og fá fullt að hugmyndum um jólaskreytingar, uppskriftir. En Pinterest er ekki lengur bara fyrir konur, á síðustu mánuðum eru fleiri og fleiri karlkyns notendur búnir að tileinka sér þessa þægilegu, myndrænu „til minnis töflu“. Að það er hægt að hafa töflurnar leyndarmál (e. secret) svo að vinir þínir þurfa ekkert að vita hvað þú ert að bralla.

Samfélagsmiðillinn Pinterest

Í markaðssetningu á netinu, hefur Pinterest verið kallað sofandi risi og með nýlegum breytingum virðist hann vera að vakna. Persónulega man ég þá tíð að hugsunin fór í gegn hjá mér: „Get ég ekki hengt þetta á vegginn hjá Ellu?“ en það var áður en hægt var að senda Pin til vina sinna. Nú er hægt að eiga samskipti, um hverja mynd fyrir sig.

Dæmi: Ég sé þessa fínu mynd af heklaðri barnahúfu. Ég veit að ég get heklað til að bjarga lífi mínu, en systir mín er fljótari að því (og gerir það betur). Ég get núna sent henni myndina, með skilaboðum um að ég myndi þiggja svona að gjöf handa dóttur minni.

Pinterest í netmarkaðsetningu

Pinterest er sterkur miðill í netmarkaðssetningu, þú getur sjálfur hlaðið upp þínum eigin myndum og sett slóðir á þær. Ég hef notað Pinterest fyrir dewice vörumerkið mitt.  Því mæli ég með því að þú bætir við „pin on Pinterest“ til þess að auðvelda viðskiptavinum þínum að muna eftir þér og eiga samskipti við þig.

Galdurinn við Pinterest er að fallegt myndefni festist vel í minni, það á jafnt við um girnilegar uppskriftir og vörur eða þjónustu sem þú vilt koma á framfæri. Notaðu bara góðar myndir!

já, á Pinterest eru alltaf jólin.

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum

Hafa samband

Dögg Matthíasdóttir
Hrauntunga 14
200 Kópavogur

Kennitala: 121175-3399
Vsk númer: 123500

Sími: 6901205
Netfang: dew@webdew.is

  • LinkedIn
  • Facebook
  • Pinterest
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube
© 2023 webdew | Allur réttur áskilinn |
Theme by Colorlib Powered by WordPress
 

Loading Comments...