Vefur vikunnar að þessu sinni er vikulegt fréttabréf Gerry McGovern, New Thinking, sem ég fæ sent í innhólfið hjá mér. Þessi vikulega lesning er eitt af því sem heldur manni ferskum.
Árið 2009 varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja fyrirlestur og workshop hjá þessari fyrirmynd minni. Þá hafði ég þegar verið áskrifandi að fréttabréfinu hans í nokkur ár.
Umfjöllunarefnin eru ansi margvísleg, en fyrir þann sem lifir, starfar og hrærist í vefmálum getur tónninn hvernig hann skrifar verið hreinn innblástur og gert daginn og vikuna betri fyrir vikið. Þá hefur aðferðafræði hans um Top Task eða aðal verkefnin reynst mér vel í gegnum störf mín í vefmálum.
Ég mæli með því að gerast áskrifandi, fyrir alla þá sem hafa áhuga á vefmálum og markaðsmálum.