Ingibjörg Gréta Gísladóttir hafði samband við Dögg hjá webdew.is og var í uppnámi, ofandaði í símann því það var hreinlega allt í skralli. Viðburðir sem birtast áttu á vefnum birtust bara alls ekki.
Dögg skoðaði málið og bakenda vefsins. Í bakendanum var allt orðið stútfullt af viðbótum (e. Plugins) sem enginn var lengur að nota og voru ekki neinum til gagns. Útlitið (e. Theme) var sérsniðið og það var bara alls ekki að virka. Dögg lagaði því til í bakendanum, tók út viðbætur sem ekki voru lengur í notkun og að lokum var einnig skipt um útlit á vefnum.
Þessar breytingar urðu til þess að notendur í bakendanum geta nú auðveldlega unnið að þeim verkefnum sem þeir þurfa, eins og að setja inn fréttir og stofna nýja viðburði, sem birtast í heildardagskrá Funda fólksins, en líka með því að setja flokka (e. Categories) var hægt að birta viðburði sem tilheyra Lýðræðishátíð unga fólksins á sér síðu, þar sem aðeins birtast viðeigandi viðburðir.
Niðurstaða: Allir glaðir og geta notað einfaldan WordPress vef, eins og til var ætlast.
webdew annaðist
- Þjónustuskoðun á vef
- Vefstefnumótun
- Val á þema
- Útlit skapað með litum og virkni
- Vefsíðugerð
- Prófarkalestur
- Innsetning á efni
- Vefstjóri til leigu
- Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum