Skip to content
webdew
  • Verkefnin
    • Andrými.is
    • Culina.is
    • Fluidfilm.is
    • Grimma bókhaldsþjónusta
    • Húsamálarinn.is
    • Kjötsmiðjan 30 ára
    • Lestur.is
    • Lestrarsetur
    • Offroad Iceland.is
    • Skyndiprent.is
    • Eldri verkefni
      • Bókhaldsþjónustan Núll
      • #Fordómalaus
      • #Gott að lesa
      • Hugarfrelsi.is
      • Hús sjávarklasans
      • Íslenski sjávarklasinn
      • Lóðasláttur
      • Matstofan leitarvélabestun
      • Matstofan
      • Reisum.is
      • #RomanticReykjanes
      • Unique.is
      • Verklagnir.is
  • Þjónustan
    • Leitarvélabestun
    • Leitarorðaherferðir
    • Markaðsherferð með tölvupósti
    • Markaðssetning á netinu
    • Samfélagsmiðlar
    • Vefsíðugerð
    • Vefstefna
    • Vefstjóri til leigu
    • Þjónustuskoðun vefs
  • Um webdew
    • Bloggið
  • Hafa samband

Heim | Bloggið | Page 3

Bloggið

Karolinafund.com Vefur vikunnar

Karólínu sjóðurinn

  • febrúar 23, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Ertu að leita að fjármagni fyrir skapandi verkefni? Þá gæti sjóður Karólínu verið rétti vettvangurinn fyrir þig.

Karolinafund.com er hópfjármögnunarvefur sem hleypt var af stokkunum í september 2012. Það getur hver sem er tekið þátt, þú þarft aðeins að skrá þig og samþykkja skilmála.

Svo þarftu jú, að markaðssetja verkefnið þitt og gera það nægilega spennandi fyrir tilvonandi fjárfesta.

Hópfjármögnunin virkar nefnilega þannig að ef þér tekst ekki að ná markmiðum verkefnis þíns, þá falla öll áheit dauð og ómerk. Þú getur því heitið á verkefni en ef verkefnið nær ekki tilskildu lágmarki um fjármögnun, þá þarftu ekki að borga.

Á forsíðu vefsins er að finna upplýsingar um hvernig vefurinn er að virka, þegar þetta er skrifað hafa 98 verkefni verið fjármögnuð, sem er 76% árangur í fjármögnun verkefna.

Hver veit nema maður skelli í spennandi hópfjármögnun á næstunni?

Vefstefna - skýringarmynd ©webdew.is Vefur vikunnar

Vefstefna og vefstefnumótun

  • febrúar 16, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Undanfarnar vikur er ég búin að gera nokkuð af því að móta vefstefnu. Fann því að það vantaði efni á minn eigin vef, um vefstefnu og vefstefnumótun.

Það er nefnilega allt of algengt að vefstefna hvers vefs sé „óáþreifanleg“. Hún er bara svona tilfinning sem þeir sem eru að vinna með vefinn hafa. „Hún er ennþá breytileg“, ennþá í mótun… gætu verið frasarnir sem eru notaðir. Raunverulega eru þetta bara afsakanir fyrir því að það er ekki búið að setja vefstefnuna niður á blað.

Hafðu þetta einfalt: Settu vefstefnuna niður á blað.

Færð á vegum 9. febrúar 2015 kl. 8:06 Vefur vikunnar

Vegagerðin: Færð á vegum

  • febrúar 9, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Vefur vikunnar að þessu sinni er vefur Vegagerðarinnar, eða sá hluti hans sem ég geri ráð fyrir (óstaðfest) að sé mest notaður: Færð á vegum.

Okkur Íslendingum er veðrið oft ofarlega í huga. Aðallega vegna þess að það skiptir okkur máli. Það breytir eiginlega engu á hvaða árstíma um er að ræða, það hefur líka áhrif á okkur á sumrin þegar rignir gengdarlaust fyrir sunnan og sólin skín allan sólarhringinn í 20°C + fyrir norðan.

Á veturna er þetta ekki bara spurning um veðrið, heldur líka færðina. Komumst við þangað sem við viljum fara? Eða er betra að bíða eftir betra færi og fara ekki út í neina vitleysu?

Framsetning færðar á vegum á vef Vegagerðarinnar er einföld og auðskiljanleg. Miklu magni af upplýsingum er miðlað með litum og táknum, við erum jú fljótari að lesa myndir en texta. Hægt er að sjá heildaryfirlit, eða skoða hvern landshluta fyrir sig, allt eftir því hvað við á fyrir hvern notanda.

Vefur, sem mjög trúlega á þátt í því að forða fjártjóni og bjarga mannslífum.

Yahoo Vefur vikunnar

Súper sunnudagur: Auglýsingarnar

  • febrúar 2, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Fyrir okkur markaðsnördana, þá eru sjónvarpsauglýsingar efni til áhorfs út af fyrir sig.  Einn af hátindunum á hverju ári eru sjónvarpsauglýsingarnar sem sýndar eru á súper sunnudegi (e. Super Sunday) þegar úrslitaleik NFL er sjónvarpað.

Til að birta hverja 30 sekúndna auglýsingu þarf að borga um $4,5 milljón (um 600 milljónir í íslenskum krónum). Þannig að það er ekkert smáræði sem er í húfi. Áætlað sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum eru um 120 milljónir manna, sem margfaldast með netáhorfi.

Reyndar er einnig hægt að horfa á sumar auglýsingarnar á netinu áður en þær eru sýndar á meðan leiknum stendur. Og eftir sýningu eru alls konar spekúlantar að gefa einkunnir og ég veit ekki hvað og hvað, þá horfum við á auglýsingarnar aftur og aftur.

Sjónvarpsauglýsingar eru miðill sem er sérlega vel til þess fallinn að vekja tilfinningaleg viðbrögð, við hlæjum, grátum, finnum til samkenndar. Allt í þeim tilgangi að festa okkur í minni ákveðin vörumerki og fá okkur til þess að kaupa ákveðnar vörur. Hvað er fallið til þess að skila árangri, dæmi hver fyrir sig.

Yahoo var svo yndælt að taka saman lista með Súper sunnudags auglýsingunum.

 

SVEF samtök vefiðnaðarins Vefur vikunnar

SVEF: Samtök vefiðnaðarins og íslensku vefverðlaunin

  • janúar 26, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Vefur vikunnar að þessu sinni er vefur Svef, samtaka vefiðnaðarins. Það er nefnilega í lok þessarar viku sem íslensku vefverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Gamla Bíó.

Tilfinningin er eiginlega eins og það sé Óskarsvika, eftirvæntingin er mikil og spennustigið hátt. Af hverju? Jú, ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hljóta tilnefningu og hljóta íslensku vefverðlaunin. Það var árið 2008.

Þegar ég hóf störf hjá Íslandspósti stóðu yfir framkvæmdir á aðalskrifstofunni og inni í skáp fann ég verðlaunagrip íslensku vefverðlaunanna, sem postur.is hafði hlotið sem besti fyrirtækjavefurinn aldamótaárið 2000. Gripinn, steinsteypuklump í formi túpuskjás, setti ég seinna á skrifborðið hjá mér og setti mér það markmið þegar vefurinn var endurhannaður að hljóta þessi verðlaun aftur. Það tókst.

Það að ná markmiðum sínum er góð tilfinning, aðeins tilfinningarnar sem fylgja því að láta drauma sína rætast held ég að skáki upplifuninni.

Í tilfelli íslensku vefverðlaunanna, þá er það jafningjahópurinn, hinir fagmennirnir í bransanum sem eru að gefa þér klapp á bakið. Hrós, sem skortir oft innan þeirra fyrirtækja sem unnið er fyrir hverju sinni. Skilningur, á því hvaða áherslur eru lagðar og hverju þarf að fórna, til þess að gera góðan vef.

Þess vegna get ég eiginlega ekki beðið eftir föstudeginum.

Google Webmaster Tools Vefur vikunnar

Leitarvélabestun: SEO (Search Engine Optimisation)

  • janúar 19, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Leitarvélabestun. Þetta er eitt af þessu buzz orðum, orðum sem stundum geta verið jargon en ef þú hefur áhuga á að skyggnast aðeins undir yfirborðið þá er þetta ekki svo flókið.

Ætli ég hafi ekki notað „leitarvélabestun“ oftar í dag en venjulega, var á fundi með væntanlegum viðskiptavinum og nefndi það í a.m.k. tveimur símtölum.

Leitarvélabestun felur í sér að gera efni vefsins þíns þannig úr garði að leitarvélar geti fundið það sem þær eru að leita að, á síðunum sem þú býður upp á. Það má samt ekki fara offari og gleyma því að það er fólk sem les og notar vefi. Eins og svo oft áður snýst málið um að finna rétta jafnvægið.

Mér til halds og trausts í gegnum árin hef ég oftar en ekki fundið svarið á Google. Það á ekki síst við í tilfelli leitarvélabestunar, því Google hefur gefið út leiðbeiningar um leitarvélabestun sem allir geta nálgast, lesið og nýtt sér.

Leitarvélabestun er eitt af því sem ég tek fyrir í þjónustuskoðun vefja svo þér er velkomið að hafa samband, ef þú vilt gera vefinn þinn leitarvélavænni. Eða ef þú ert of önnum kafinn, þá er þetta eitt þeirra vefverkefna sem auðveldlega má útvista.

Gerry McGovern Vefur vikunnar

Vefur vikunnar: New Thinking

  • janúar 12, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Vefur vikunnar að þessu sinni er vikulegt fréttabréf Gerry McGovern, New Thinking, sem ég fæ sent í innhólfið hjá mér. Þessi vikulega lesning er eitt af því sem heldur manni ferskum.

Árið 2009 varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja fyrirlestur og workshop hjá þessari fyrirmynd minni. Þá hafði ég þegar verið áskrifandi að fréttabréfinu hans í nokkur ár.

Umfjöllunarefnin eru ansi margvísleg, en fyrir þann sem lifir, starfar og hrærist í vefmálum getur tónninn hvernig hann skrifar verið hreinn innblástur og gert daginn og vikuna betri fyrir vikið. Þá hefur aðferðafræði hans um Top Task eða aðal verkefnin reynst mér vel í gegnum störf mín í vefmálum.

Ég mæli með því að gerast áskrifandi, fyrir alla þá sem hafa áhuga á vefmálum og markaðsmálum.

Litur ársins 2015: Marsala Pantone18-1438 Vefur vikunnar

Litur ársins 2015: Marsala Pantone 18-1438

  • janúar 5, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Á hverju ári velur Pantone litafyrirtækið lit ársins. Árið 2015 varð liturinn Marsala eða Pantone 18-1438 fyrir valinu. Þú getur lesið um ástæður þess á vef Pantone.

Þessi fallegi rauðvínsrauði litur er talinn flæða vel á milli geira og eiga jafnt við í tísku, förðun, iðnhönnun og innréttingum.

Þannig að ef þér er kappsmál að fylgja stefnum og straumum, þá er um að gera að finna Marsala stað í þinni hönnun, sama hvort hún er fyrir vefinn eða heimilið.

Litakóðarnir eru þessir:

CMYK 25 77 64 11 RGB 150 79 76 HEX #955251

 

Topp 10 Vefur vikunnar

Topp 10 listinn

  • desember 29, 2014
  • by Dögg Matthíasdóttir

Í lok árs eru yfirleitt birtir Topp 10 listar yfir alla mögulega hluti: 10 bestu kjólarnir á rauða dreglinum, 10 verstu kjólarnir á rauða dreglinum, Topp 10 þú veist hvað ég er að meina.

Sá Topp 10 listi sem mig langar að benda á í ár, er eitthvað sem ég skoða reglulega yfir árið. Þegar kemur að því að velja úr þeim hafsjó af lausnum sem eru í boði á netinu, fyrir vefumsjón eða fyrir markaðssetningu á netinu, þá getur verið mjög gott að byrja á því að skoða hvað aðrir eru að nota. Og bera saman.

Hvaða þætti þarf að hugsa út í að viðkomandi lausn uppfylli? Er verið að leita að fríum lausnum eða má lausnin kosta einhverjar krónur? Eru til lausnir sem bjóða upp á mánaðarlega áskrift? Er þá bæði auðvelt að byrja og hætta að nota lausnina og færa sig yfir í aðrar lausnir sem bjóða þá betur? Tækniþróunin er ör þessi misserin og maður á að nýta sér alla aðstoð annara sem möguleg er.

Vefur vikunnar að þessu sinni er því Top Ten Reviews. Tökum dæmi. Þú ætlar á nýja árinu að senda viðskiptavinum þínum fréttabréf í tölvupósti, nokkrum sinnum yfir árið. Þú ert með netföng hjá nokkrum þeirra, en ætlar í átak til að gera betur. Þú getur kannski spurt þá sem þú ert í viðskiptum við, hvaða lausnir þeir eru að nota, en líklega færðu jafn mörg svör og þá sem þú spyrð.

Þá myndi ég byrja á að skoða Topp 10 lista yfir að senda tölvupósta.  Vonandi eru þær lausnir sem þú hefur heyrt nefndar á listanum og ef ekki, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband og fá ráðgjöf.

Bestu þakkir fyrir árið sem er að líða og gangi þér vel í allri þinni markaðssetningu á næsta ári.

jibjab Vefur vikunnar

Jólakort til gamans

  • desember 5, 2014
  • by Dögg Matthíasdóttir

Stundum þarf maður bara að hafa gaman. Að gefa jólasveinajólagjöf er gaman og að senda rafræn jólakort með söng og dans.

 

Leiðarkerfi færslna

1 2 3 4

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum

Hafa samband

Dögg Matthíasdóttir
Hrauntunga 14
200 Kópavogur

Kennitala: 121175-3399
Vsk númer: 123500

Sími: 6901205
Netfang: dew@webdew.is

  • LinkedIn
  • Facebook
  • Pinterest
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube
© 2023 webdew | Allur réttur áskilinn |
Theme by Colorlib Powered by WordPress